Erlent

Gera erfðaskrá á nýrri netsíðu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Danskur banki vill aðstoða Dani við gerð erfðaskrár og kaupmála.
Danskur banki vill aðstoða Dani við gerð erfðaskrár og kaupmála. vísir/pjetur
Danir geta nú sjálfir gert erfðaskrá og kaupmála á netinu á síðunni TestaViva.dk sem fór í loftið nú í vikunni.

Formaður félags lögfræðinga sem sérhæfa sig í fjölskyldumálum segir ekki gott að Danir fari sjálfir að róta í slíkum málum. Þeir þurfi ráðgjöf.

Fulltrúi vefsíðunnar segir að vakni spurningar geti viðskiptavinir fengið fimm klukkustunda ráðgjöf hjá lögfræðingi án endurgjalds. Kristilega Dagblaðið greindi frá. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×