Lífið

Bubbi hættur að horfa á Ronaldo eftir að hann komst að leyndarmáli hans

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ronaldo verður ekki lengur á skjánum hjá Bubba.
Ronaldo verður ekki lengur á skjánum hjá Bubba.
„Ef þú ert nógu ríkur góður í fótbolta þá getur þú nauðgað, Ronaldo mun aldrei horfa á hann spila framar,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens á Twitter. Þar vísar hann í fréttamál sem þýski miðilinn Der Spiegel hefur verið að fjalla um varðandi portúgalska knattspyrnumanninn Cristiano Ronaldo.

Der Spiegel hefur birt ítarleg skjöl um atvik sem átti sér stað 13. júní 2009 í Las Vegas en þá mun kona hafa farið á neyðarmóttöku fyrir fórnalömb nauðgana. Málið fór aldrei fyrir dómsstóla og var leyst úr því utan réttarkerfisins.

Ronaldo greiddi konunni 375 þúsund dollara eða því sem samsvarar um 40 milljónir íslenskra króna fyrir að tala aldrei aftur um samskipti þeirra í einkasamkvæmi í Las Vegas.

Bubbi lætur Ronaldo heldur betur heyra það á Twitter. Hér má lesa umfjöllun þýska miðilsins um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×