Erlent

Tveggja ára drengur fastur í sextán metra djúpum brunni í tólf tíma

Grafa þurfti upp hálfan garðinn til að komast að drengnum sem tókst að lokum eftir margra klukkustunda starf.
Grafa þurfti upp hálfan garðinn til að komast að drengnum sem tókst að lokum eftir margra klukkustunda starf. Vísir/AFP
Tveggja ára dreng var bjargað úr sextán metra djúpum brunni í Rúmeníu fyrr í vikunni. Hann hafði þá verið í fastur í um tólf tíma áður en björgunarliði tókst loks að ná honum út.

Drengurinn var úti að leika í garði með eldri systkinum sínum í bænum Balta Sarata í suðurhluta landsins þegar slysið varð. Eldri börnin höfðu þá tekið lokið af brunninum og féll drengurinn niður þegar þau litu af yngri bróður sínum.

Brunnurinn var sextán metra djúpur og mjög þröngur og sá björgunarlið fram á að eiga mjög erfitt verk fyrir höndum þegar það mætti á staðinn.

Til að drengurinn myndi ekki frjósa var heitu lofti blásið niður brunninn á sama tíma og myndavél var send niður til að hægt væri að fylgjast með drengnum.

Grafa þurfti upp hálfan garðinn til að komast að drengnum sem tókst að lokum eftir margra klukkustunda starf. Var drengurinn fluttur á sjúkrahús.

Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×