Körfubolti

Gunnhildur barnshafandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnhildur leikur ekki körfubolta næstu mánuðina.
Gunnhildur leikur ekki körfubolta næstu mánuðina. vísir/eyþór
Gunnhildur Gunnarsdóttir, landsliðskona og fyrirliði Snæfells, er ólétt. Þetta staðfesti hún í samtali við karfan.is.

Gunnhildur á von á barni í október og verður þ.a.l. ekkert með landsliðinu í næstu verkefnum.

Gunnhildur hefur verið í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu undanfarin ár og var m.a. fyrirliði þess í fjarveru Helenu Sverrisdóttur.

 

Gunnhildur fann sig ekki í úrslitakeppni Domino's deildarinnar og var m.a. stigalaus í fjórða leiknum gegn Keflavík í gær.

„Ég get nú ekki sagt annað en að þetta hafði áhrif á mig í úrslitakeppninni. Ég náði mér aldrei á strik og var ólík sjálfri mér þegar á leið,“ sagði Gunnhildur sem var valin körfuknattleikskona ársins 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×