Enski boltinn

Dyche finnst bannið sem Barton fékk of langt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ferli Bartons sem fótboltamanns er líklega lokið.
Ferli Bartons sem fótboltamanns er líklega lokið. vísir/getty
Sean Dyche, knattspyrnustjóra Burnley, finnst bannið sem Joey Barton, leikmaður liðsins, var dæmdur í of langt.

Hinn 34 ára gamli Barton var í gær dæmdur í 18 mánaða bann vegna veðmála. Barton viðurkenndi að hafa veðjað á 1260 leiki á árunum 2006-16 en leikmönnum í átta efstu deildum Englands er óheimilt að veðja á leiki.

„Átján mánuðir er langur tími miðað við annað sem ég hef séð í fótboltanum. Eric Cantona fékk níu mánaða bann fyrir að sparka í áhorfanda,“ sagði Dyche.

Stjórinn staðfesti að Barton fengi ekki nýjan samning hjá Burnley í sumar. Sjálfur hefur Barton sagt að bannið neyði hann til að hætta í fótbolta, fyrr en hann hafði ætlað sér.

Barton sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann viðurkenndi að vera veðmálafíkill. Hann sagðist þó ekki hafa reynt að hagræða úrslitum leikja né veðjað á eigin leiki.


Tengdar fréttir

Barton dæmdur í 18 mánaða bann

Ærslabelgurinn Joey Barton, leikmaður Burnley, var í dag dæmdur í 18 mánaða keppnisbann vegna veðmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×