Arkitekt segir skoðanir sínar virtar að vettugi Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Arkitektar sem hönnuðu Hörpu telja að verslunarrekstur þurfi að falla vel að upprunalegum hugmyndum um útlit Hörpunnar. vísir/Ernir „Þegar húsið var hannað og sérstaklega þegar við vorum að vinna þetta í einkaframkvæmd fyrir hrun þá var húsið stækkað til þess að geta tekið alls konar viðburði og svona hluti inn í húsið til að hafa meiri breidd og auka rekstrarhæfni hússins. Það var gert,“ segir Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að þeir sem sinna listsköpun í Hörpu eru ósáttir við sambýlið við þær gjafavöruverslanir sem þar starfa. Sigurður segir að einn aðili hafi ekki virt skoðanir arkitekta, sem hann hafi ítrekað látið í ljós. Þar vísar hann í verslunina Upplifun. „Það sem við vildum var að þessi starfsemi myndi falla svolítið inn í húsið,“ segir Sigurður. „Þetta hús hefur fengið alþjóðleg verðlaun sem eru einstök á heimsvísu,“ bætir hann við. Hann segir það skipta miklu máli að menn hugi að því hvað þeir selja í versluninni og umgjörðin í kringum verslunina skipti líka máli. „Ég nefni sem dæmi hraðbankann við hliðina á Smurstöðinni. Hann er gerður eins lítill og hægt er. Hann er settur í svartan kassa og við eyðum sérstökum tíma í að hanna þetta svo hlutirnir falli að byggingunni,“ segir Sigurður. „Ég veit að þetta hefur verið rætt mikið í Hörpu en ég þekki ekki framhaldið,“ segir Sigurður Einarsson, spurður út í viðbrögð stjórnenda og starfsmanna Hörpu við athugasemdum sínum. Halldór Guðmundsson lét af starfi forstjóra Hörpu hinn 1. mars síðastliðinn en nýr forstjóri, Svanhildur Konráðsdóttir, tekur ekki við fyrr en eftir helgi. „Það er gott ef fólk hefur skoðanir og fólk getur haft skoðanir á vöruúrvali og öðru,“ segir Svanhildur þegar hún er innt eftir viðbrögðum sínum við óánægjunni í húsinu. Hún ítrekar mikilvægi þess að fagmennska ríki í öllu sem snerti húsið. Fréttablaðið hafði samband við einn eiganda Upplifunar í gær og hafði hann lítið um gagnrýnina að segja. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ sagði Vilhjálmur Guðjónsson í samtali við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sinfónían óánægð með sambýlinga í Hörpu Stjórnendur Hörpu sæta gagnrýni fyrir stefnuleysi. Rekstrarvanda hússins er kennt um. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu og þykir ekki nóg hugað að fagurfræði. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Sjá meira
„Þegar húsið var hannað og sérstaklega þegar við vorum að vinna þetta í einkaframkvæmd fyrir hrun þá var húsið stækkað til þess að geta tekið alls konar viðburði og svona hluti inn í húsið til að hafa meiri breidd og auka rekstrarhæfni hússins. Það var gert,“ segir Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að þeir sem sinna listsköpun í Hörpu eru ósáttir við sambýlið við þær gjafavöruverslanir sem þar starfa. Sigurður segir að einn aðili hafi ekki virt skoðanir arkitekta, sem hann hafi ítrekað látið í ljós. Þar vísar hann í verslunina Upplifun. „Það sem við vildum var að þessi starfsemi myndi falla svolítið inn í húsið,“ segir Sigurður. „Þetta hús hefur fengið alþjóðleg verðlaun sem eru einstök á heimsvísu,“ bætir hann við. Hann segir það skipta miklu máli að menn hugi að því hvað þeir selja í versluninni og umgjörðin í kringum verslunina skipti líka máli. „Ég nefni sem dæmi hraðbankann við hliðina á Smurstöðinni. Hann er gerður eins lítill og hægt er. Hann er settur í svartan kassa og við eyðum sérstökum tíma í að hanna þetta svo hlutirnir falli að byggingunni,“ segir Sigurður. „Ég veit að þetta hefur verið rætt mikið í Hörpu en ég þekki ekki framhaldið,“ segir Sigurður Einarsson, spurður út í viðbrögð stjórnenda og starfsmanna Hörpu við athugasemdum sínum. Halldór Guðmundsson lét af starfi forstjóra Hörpu hinn 1. mars síðastliðinn en nýr forstjóri, Svanhildur Konráðsdóttir, tekur ekki við fyrr en eftir helgi. „Það er gott ef fólk hefur skoðanir og fólk getur haft skoðanir á vöruúrvali og öðru,“ segir Svanhildur þegar hún er innt eftir viðbrögðum sínum við óánægjunni í húsinu. Hún ítrekar mikilvægi þess að fagmennska ríki í öllu sem snerti húsið. Fréttablaðið hafði samband við einn eiganda Upplifunar í gær og hafði hann lítið um gagnrýnina að segja. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ sagði Vilhjálmur Guðjónsson í samtali við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sinfónían óánægð með sambýlinga í Hörpu Stjórnendur Hörpu sæta gagnrýni fyrir stefnuleysi. Rekstrarvanda hússins er kennt um. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu og þykir ekki nóg hugað að fagurfræði. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Sjá meira
Sinfónían óánægð með sambýlinga í Hörpu Stjórnendur Hörpu sæta gagnrýni fyrir stefnuleysi. Rekstrarvanda hússins er kennt um. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu og þykir ekki nóg hugað að fagurfræði. 27. apríl 2017 07:00