Arkitekt segir skoðanir sínar virtar að vettugi Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Arkitektar sem hönnuðu Hörpu telja að verslunarrekstur þurfi að falla vel að upprunalegum hugmyndum um útlit Hörpunnar. vísir/Ernir „Þegar húsið var hannað og sérstaklega þegar við vorum að vinna þetta í einkaframkvæmd fyrir hrun þá var húsið stækkað til þess að geta tekið alls konar viðburði og svona hluti inn í húsið til að hafa meiri breidd og auka rekstrarhæfni hússins. Það var gert,“ segir Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að þeir sem sinna listsköpun í Hörpu eru ósáttir við sambýlið við þær gjafavöruverslanir sem þar starfa. Sigurður segir að einn aðili hafi ekki virt skoðanir arkitekta, sem hann hafi ítrekað látið í ljós. Þar vísar hann í verslunina Upplifun. „Það sem við vildum var að þessi starfsemi myndi falla svolítið inn í húsið,“ segir Sigurður. „Þetta hús hefur fengið alþjóðleg verðlaun sem eru einstök á heimsvísu,“ bætir hann við. Hann segir það skipta miklu máli að menn hugi að því hvað þeir selja í versluninni og umgjörðin í kringum verslunina skipti líka máli. „Ég nefni sem dæmi hraðbankann við hliðina á Smurstöðinni. Hann er gerður eins lítill og hægt er. Hann er settur í svartan kassa og við eyðum sérstökum tíma í að hanna þetta svo hlutirnir falli að byggingunni,“ segir Sigurður. „Ég veit að þetta hefur verið rætt mikið í Hörpu en ég þekki ekki framhaldið,“ segir Sigurður Einarsson, spurður út í viðbrögð stjórnenda og starfsmanna Hörpu við athugasemdum sínum. Halldór Guðmundsson lét af starfi forstjóra Hörpu hinn 1. mars síðastliðinn en nýr forstjóri, Svanhildur Konráðsdóttir, tekur ekki við fyrr en eftir helgi. „Það er gott ef fólk hefur skoðanir og fólk getur haft skoðanir á vöruúrvali og öðru,“ segir Svanhildur þegar hún er innt eftir viðbrögðum sínum við óánægjunni í húsinu. Hún ítrekar mikilvægi þess að fagmennska ríki í öllu sem snerti húsið. Fréttablaðið hafði samband við einn eiganda Upplifunar í gær og hafði hann lítið um gagnrýnina að segja. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ sagði Vilhjálmur Guðjónsson í samtali við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sinfónían óánægð með sambýlinga í Hörpu Stjórnendur Hörpu sæta gagnrýni fyrir stefnuleysi. Rekstrarvanda hússins er kennt um. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu og þykir ekki nóg hugað að fagurfræði. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
„Þegar húsið var hannað og sérstaklega þegar við vorum að vinna þetta í einkaframkvæmd fyrir hrun þá var húsið stækkað til þess að geta tekið alls konar viðburði og svona hluti inn í húsið til að hafa meiri breidd og auka rekstrarhæfni hússins. Það var gert,“ segir Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að þeir sem sinna listsköpun í Hörpu eru ósáttir við sambýlið við þær gjafavöruverslanir sem þar starfa. Sigurður segir að einn aðili hafi ekki virt skoðanir arkitekta, sem hann hafi ítrekað látið í ljós. Þar vísar hann í verslunina Upplifun. „Það sem við vildum var að þessi starfsemi myndi falla svolítið inn í húsið,“ segir Sigurður. „Þetta hús hefur fengið alþjóðleg verðlaun sem eru einstök á heimsvísu,“ bætir hann við. Hann segir það skipta miklu máli að menn hugi að því hvað þeir selja í versluninni og umgjörðin í kringum verslunina skipti líka máli. „Ég nefni sem dæmi hraðbankann við hliðina á Smurstöðinni. Hann er gerður eins lítill og hægt er. Hann er settur í svartan kassa og við eyðum sérstökum tíma í að hanna þetta svo hlutirnir falli að byggingunni,“ segir Sigurður. „Ég veit að þetta hefur verið rætt mikið í Hörpu en ég þekki ekki framhaldið,“ segir Sigurður Einarsson, spurður út í viðbrögð stjórnenda og starfsmanna Hörpu við athugasemdum sínum. Halldór Guðmundsson lét af starfi forstjóra Hörpu hinn 1. mars síðastliðinn en nýr forstjóri, Svanhildur Konráðsdóttir, tekur ekki við fyrr en eftir helgi. „Það er gott ef fólk hefur skoðanir og fólk getur haft skoðanir á vöruúrvali og öðru,“ segir Svanhildur þegar hún er innt eftir viðbrögðum sínum við óánægjunni í húsinu. Hún ítrekar mikilvægi þess að fagmennska ríki í öllu sem snerti húsið. Fréttablaðið hafði samband við einn eiganda Upplifunar í gær og hafði hann lítið um gagnrýnina að segja. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ sagði Vilhjálmur Guðjónsson í samtali við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sinfónían óánægð með sambýlinga í Hörpu Stjórnendur Hörpu sæta gagnrýni fyrir stefnuleysi. Rekstrarvanda hússins er kennt um. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu og þykir ekki nóg hugað að fagurfræði. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
Sinfónían óánægð með sambýlinga í Hörpu Stjórnendur Hörpu sæta gagnrýni fyrir stefnuleysi. Rekstrarvanda hússins er kennt um. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu og þykir ekki nóg hugað að fagurfræði. 27. apríl 2017 07:00