Arkitekt segir skoðanir sínar virtar að vettugi Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Arkitektar sem hönnuðu Hörpu telja að verslunarrekstur þurfi að falla vel að upprunalegum hugmyndum um útlit Hörpunnar. vísir/Ernir „Þegar húsið var hannað og sérstaklega þegar við vorum að vinna þetta í einkaframkvæmd fyrir hrun þá var húsið stækkað til þess að geta tekið alls konar viðburði og svona hluti inn í húsið til að hafa meiri breidd og auka rekstrarhæfni hússins. Það var gert,“ segir Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að þeir sem sinna listsköpun í Hörpu eru ósáttir við sambýlið við þær gjafavöruverslanir sem þar starfa. Sigurður segir að einn aðili hafi ekki virt skoðanir arkitekta, sem hann hafi ítrekað látið í ljós. Þar vísar hann í verslunina Upplifun. „Það sem við vildum var að þessi starfsemi myndi falla svolítið inn í húsið,“ segir Sigurður. „Þetta hús hefur fengið alþjóðleg verðlaun sem eru einstök á heimsvísu,“ bætir hann við. Hann segir það skipta miklu máli að menn hugi að því hvað þeir selja í versluninni og umgjörðin í kringum verslunina skipti líka máli. „Ég nefni sem dæmi hraðbankann við hliðina á Smurstöðinni. Hann er gerður eins lítill og hægt er. Hann er settur í svartan kassa og við eyðum sérstökum tíma í að hanna þetta svo hlutirnir falli að byggingunni,“ segir Sigurður. „Ég veit að þetta hefur verið rætt mikið í Hörpu en ég þekki ekki framhaldið,“ segir Sigurður Einarsson, spurður út í viðbrögð stjórnenda og starfsmanna Hörpu við athugasemdum sínum. Halldór Guðmundsson lét af starfi forstjóra Hörpu hinn 1. mars síðastliðinn en nýr forstjóri, Svanhildur Konráðsdóttir, tekur ekki við fyrr en eftir helgi. „Það er gott ef fólk hefur skoðanir og fólk getur haft skoðanir á vöruúrvali og öðru,“ segir Svanhildur þegar hún er innt eftir viðbrögðum sínum við óánægjunni í húsinu. Hún ítrekar mikilvægi þess að fagmennska ríki í öllu sem snerti húsið. Fréttablaðið hafði samband við einn eiganda Upplifunar í gær og hafði hann lítið um gagnrýnina að segja. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ sagði Vilhjálmur Guðjónsson í samtali við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sinfónían óánægð með sambýlinga í Hörpu Stjórnendur Hörpu sæta gagnrýni fyrir stefnuleysi. Rekstrarvanda hússins er kennt um. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu og þykir ekki nóg hugað að fagurfræði. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Þegar húsið var hannað og sérstaklega þegar við vorum að vinna þetta í einkaframkvæmd fyrir hrun þá var húsið stækkað til þess að geta tekið alls konar viðburði og svona hluti inn í húsið til að hafa meiri breidd og auka rekstrarhæfni hússins. Það var gert,“ segir Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að þeir sem sinna listsköpun í Hörpu eru ósáttir við sambýlið við þær gjafavöruverslanir sem þar starfa. Sigurður segir að einn aðili hafi ekki virt skoðanir arkitekta, sem hann hafi ítrekað látið í ljós. Þar vísar hann í verslunina Upplifun. „Það sem við vildum var að þessi starfsemi myndi falla svolítið inn í húsið,“ segir Sigurður. „Þetta hús hefur fengið alþjóðleg verðlaun sem eru einstök á heimsvísu,“ bætir hann við. Hann segir það skipta miklu máli að menn hugi að því hvað þeir selja í versluninni og umgjörðin í kringum verslunina skipti líka máli. „Ég nefni sem dæmi hraðbankann við hliðina á Smurstöðinni. Hann er gerður eins lítill og hægt er. Hann er settur í svartan kassa og við eyðum sérstökum tíma í að hanna þetta svo hlutirnir falli að byggingunni,“ segir Sigurður. „Ég veit að þetta hefur verið rætt mikið í Hörpu en ég þekki ekki framhaldið,“ segir Sigurður Einarsson, spurður út í viðbrögð stjórnenda og starfsmanna Hörpu við athugasemdum sínum. Halldór Guðmundsson lét af starfi forstjóra Hörpu hinn 1. mars síðastliðinn en nýr forstjóri, Svanhildur Konráðsdóttir, tekur ekki við fyrr en eftir helgi. „Það er gott ef fólk hefur skoðanir og fólk getur haft skoðanir á vöruúrvali og öðru,“ segir Svanhildur þegar hún er innt eftir viðbrögðum sínum við óánægjunni í húsinu. Hún ítrekar mikilvægi þess að fagmennska ríki í öllu sem snerti húsið. Fréttablaðið hafði samband við einn eiganda Upplifunar í gær og hafði hann lítið um gagnrýnina að segja. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ sagði Vilhjálmur Guðjónsson í samtali við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sinfónían óánægð með sambýlinga í Hörpu Stjórnendur Hörpu sæta gagnrýni fyrir stefnuleysi. Rekstrarvanda hússins er kennt um. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu og þykir ekki nóg hugað að fagurfræði. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Sinfónían óánægð með sambýlinga í Hörpu Stjórnendur Hörpu sæta gagnrýni fyrir stefnuleysi. Rekstrarvanda hússins er kennt um. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu og þykir ekki nóg hugað að fagurfræði. 27. apríl 2017 07:00