Enski boltinn

Mourinho um rauða spjaldið: „Agüero er klár argentínskur leikmaður“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marouane Fellaini missti sig aðeins í gær.
Marouane Fellaini missti sig aðeins í gær. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, fór pent í það að ásaka Sergio Agüero, framherja Manchester City, um að hafa kryddað atvikið milli hans og Marouane Fellaini í Manchester-slagnum í gær þegar Mourinho ræddi við Sky Sports eftir leik.

Fellaini fékk að líta rautt spjald fyrir að skalla argentínska framherjann sem féll til jarðar þegar Belginn stóri missti hausinn og skallaði hann.

„Marouane viðurkennir sjálfur að þetta er rautt spjald því hann er Marouane. Martin Atkinson [dómari] sagði mér sína skoðun en þegar ég sá Agüero í göngunum eftir leikinn var hann ekki nefbrotinn, ekki höfuðkúpubrotinn og andlitið á honum var huggulegt eins og alltaf,“ sagði Mourinho eftir leik.

„Ég er því ekki alveg viss með þetta. Ef Sergio hefði ekki látið sig falla hefði aldrei verið dæmt rautt. En ef Marouane gaf þeim tækifæri á að reka sig út af þá veit ég ekki alveg hvað ég á að segja.“

„Ég sá þetta ekki alveg nógu vel en ég get giskað á að þetta hafi verið rautt spjald því Agüero er mjög klár og reynslumikill argentínskur leikmaður,“ sagði José Mourinho.

Atvikið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×