Golf

Fóru á trúnó í brúðkaupi Rorys og eru núna bestu vinir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Harrington og Garcia er það gustaði á milli þeirra.
Harrington og Garcia er það gustaði á milli þeirra. vísir/getty

Það hefur verið kalt á milli þeirra Sergio Garcia og Padraig Harrington en svo er ekki lengur.

Þó svo þeir hafi oft spilað saman, meðal annars í Rydernum, þá hefur verið kalt á milli þeirra. Má rekja kuldann til ársins 2007 á Opna breska. Bæði þá og á PGA-meistaramótinu ári síðar hafði Harrington haft betur gegn Garcia og Spánverjinn tók því illa.

Harrington hefur verið tíðrætt um að Garcia sé tapsár og þeir hafa aldrei verið vinir.

Vinur þeirra, Rort McIlroy, gifti sig um síðustu helgi og fyrsti maðurinn sem Harrington sá í brúðkaupinu var auðvitað Garcia. Þá var ákveðið að fara á trúnó yfir einu kampavínsglasi.

„Samband okkar Sergio hefur aldrei verið betra en það er núna eftir brúðkaupið,“ sagði Harrington.

„Við ákváðum að spjalla saman því það var fíll í herberginu hjá okkur. Við höfum ákveðið að leggja ágreiningsefni okkar til hliðar og þetta er miklu betra svona. Það varð að taka á þessu og líf okkar verður betra eftir þetta.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira