Enski boltinn

Lovren áfram í vörn Liverpool til 2021

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dejan Lovren er hæstánægður í dag.
Dejan Lovren er hæstánægður í dag. Vísir/Getty
Dejan Lovren skrifaði í morgun undir nýjan samning við Liverpool sem gildir til loka tímabilsins 2021.

Lovren er 27 ára varnarmaður sem kom frá Southampton fyrir þremur árum síðan fyrir 20 milljónir punda. Gamli samningurinn hans við félagið átti að renna út á næsta ári.

Króatinn átti í fyrstu fremur erfitt uppdráttar í búningi Liverpool en hefur verið fastamaður í vörn liðsins undanfarin ár og spilað alls 105 leiki fyrir félagið og skorað fjögur mörk.

„Ég held að ég sé hamingjusamasti maður í heimi í dag,“ sagði Lovren eftir að samningurinn var undirritaður. „Það var alltaf draumur minn að vera eins lengi og ég get hjá félaginu sem ég elska - og það er Liverpool.“

„Ég tel að ég hafi bætt frammistöðu mína eftir fyrsta tímabilið og félagið hefur verðlaunað mig. Þeir hafa trú á mér og stuðningsmennirnir líka.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×