Körfubolti

Hjalti tekur við Þór | Falur til Fjölnis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hjalti var lengi hjá Fjölni.
Hjalti var lengi hjá Fjölni. vísir/eyþór
Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Þórs Ak. í körfubolta. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs.

Hjalti tekur við starfinu af Benedikt Guðmundssyni sem hefur þjálfað Þór undanfarin tvö ár. Þórsarar lentu í 8. sæti Domino's deildar karla í vetur og féllu úr leik fyrir KR í 8-liða úrslitum.

Hjalti skrifaði undir þriggja ára samning við Þór. Hann var áður þjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni.

Hjalti, sem er 34 ára, þjálfaði í nær 17 ára samfleytt hjá Fjölni, auk þess sem hann lék með liðinu.

Við starfi hans hjá Fjölni tekur Falur Harðarson, fyrrverandi leikmaður og þjálfari Keflavíkur. Falur skrifaði undir tveggja ára samning við Fjölni.

Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis, Falur Harðarson og Guðlaug Björk Karlsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Fjölnis.mynd/fjölnir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×