Enski boltinn

Auðvitað stal Zlatan forsíðum ensku blaðanna með Benjamin Button

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic í gær.
Zlatan Ibrahimovic í gær. Vísir/Getty
Zlatan Ibrahimovic var með mark og stoðsendingu í sigri Manchester United í gær og Svíinn hefur þar með skorað 28 mörk á tímabilinu.

Eftir leikinn talaði Zlatan um það að hann væri eins og Benjamin Button, hafi fæst gamall og muni deyja ungur.

Eftir að hafa skorað 250 mörk eftir að hann hélt upp á þrítugsafmælið og svo stórbrotin frammistaða hans á sínu fyrsta tímabili með Manchester United, þá er ekki frá því að það sé eitthvað til í þessu hjá honum.

Ensku blöðin átu það líka upp í morgun og auðvitað stal Zlatan öllum forsíðum ensku blaðanna með Benjamin Button tilvísuninni sinni.

The Sun sló upp „Zlatan: I´am Benjamin Button“ eða „Zlatan: Ég er Benjamin Button“ á sinni forsíðu.

The Daily Mail sló upp „Golden age of Zlatan“ eða „Gullnir tímar Zlatans“ á sinni forsíðu.

The Mirror sló upp „Zlat to the Future“ eða „Zlat til framtíðar“ á sinni forsíðu þar sem væntanlega er verið að vísa til Back to the Future myndanna sem voru skírðar „Aftur til framtíðar“ hér á Íslandi.

Manchester United liðið komst upp í fimmta sætið með sigrinum á Sunderland í gær og knattspyrnustjórinn Jose Mourinho sagði eftir leikinn að liðið ætli að taka fjórða sætið.

Það má sjá þessar forsíður hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×