Enski boltinn

Sjáið endurkomu Liverpool, markaveisluna í Guttagarði og enn eitt markið hjá Zlatan | Myndbönd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fimm efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni unnu öll leiki sína um helgina og því breyttist staðan ekki neitt í efstu sætunum deildarinnar. Það var hinsvegar nóg af mörkum og flottum tilþrifum í leikjum helgarinnar.

Chelsea og Manchester City unnu bæði 3-1 sigra, Tottenham-liðið fór á kostum í 4-0 sigri, Manchester United vann 3-0 þar sem Zlatan Ibrahimovic var í stuði og Liverpool kom til baka eftir að hafa lent undir á móti Stoke City.

Einn besti leikur helgarinnar var þó á Goodison Park þar sem Everton vann 4-2 sigur á Englandsmeisturum Leicester City og stöðvaði sigurgöngu Leicester undir stjórn Craig Shakespeare.

Vísir býður nefnilega lesendum sínum upp á að sjá allt það helsta sem átti sér stað í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Hér fyrir neðan má finna samantektir úr hverjum einasta leik auk þess sem hver dagur er gerður upp í einu myndbandi.

Samantektir úr leikjum birtast ávallt í lok hvers leikdags og eru í birtingu í eina viku. Þau má öllu jafna nálgast á sjónvarpsvef Vísis með því að smella á „Íþróttir“ og „Enski boltinn“.

Messan verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld og munu valdar klippur úr henni birtast á Vísi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×