Enski boltinn

Dele Alli: Betri en Lampard, Gerrard og Beckham til samans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dele Alli og þeir Frank Lampard, Steven Gerrard og David Beckham á svipuðum aldri.
Dele Alli og þeir Frank Lampard, Steven Gerrard og David Beckham á svipuðum aldri. Vísir/Samsett/Getty
Dele Alli skoraði eitt marka Tottenham í 4-0 sigri á Watford í ensku úrvalsdeildinni um helgina og hefur þar með átt þátt í fjórtán mörkum á árinu 2017 og 22 mörkum á öllu tímabilinu.

Dele Alli heldur upp á 21. árs afmælið sitt á morgun og því var upplagt að skoða hvaða aðrir þekktir enskir landsliðsleikmenn í svipaðri stöðu höfðu gert fyrir 21 árs afmælisdaginn sinn.

Dele Alli hefur alls átt þátt í 41 marki í ensku úrvalsdeildinni á ferlinum en hann hefur skorað 26 mörk og lagt upp önnur fimmtán.

Þetta þýðir að strákurinn hefur átt þátt í fleiri mörkum fyrir 21 árs afmælið en þeir Frank Lampard (15), Steven Gerrard (13) og David Beckham (12) náðu samanlagt á sama aldri.  Allir áttu þessir þrír frábæran feril, bæði í ensku úrvalsdeildinni sem og með enska landsliðinu. Framgana Alli lofar því góðu fyrir framhaldið.

Dele Alli skoraði tíu deildarmörk á sínu fyrsta tímabili í fyrra og er nú kominn með sextán mörk. Enginn annar leikmaður undir 21 árs í fimm bestu deildum Evrópu hefur skoraði svo mörg mörk á tímabilinu.

Árið 2017 hefur reyndar verið ein stór sýning hjá Dele Alli. Hann skoraði tvennu í fyrstu tveimur leikjum Tottenham á nýju ári eftir að hafa endað gamla árið með þremur mörkum í síðustu tveimur leikjunum.

Í síðustu fimmtán deildarleikjum hefur Dele Alli átt alls þátt í sextán mörkum (12 mörk og 4 stoðsendingar).

Það er hægt að sjá markið hans Dele Alli sem og öll mörk Tottenham í myndbandinu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×