Innlent

Dólgur elti Hafrúnu niður Laugaveg og ógnaði henni

Jakob Bjarnar skrifar
Hafrún lenti í afar óþægilegu atviki um helgina en maður nokkur elti hana og greip um handlegg hennar og togaði til sín.
Hafrún lenti í afar óþægilegu atviki um helgina en maður nokkur elti hana og greip um handlegg hennar og togaði til sín.
Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur lenti heldur betur í hremmingum úti á lífinu um helgina. Hún hefur athyglisverða sögu að segja, um næturlífið í Reykjavík sem hún deilir með vinum sínum á Facebook.

Hafrún lenti í því að dólgslegur ungur maður abbaðist upp á hana og veitti henni eftirför þegar hún yfirgaf skemmtistaðinn. Til riskinga kom og kom þá í ljós að maðurinn hafði haft af Hafrúnu símann hennar. Nú í morgun uppfærði hún stöðufærslu sína og tilkynnti að síminn væri kominn í hennar hendur: „***UPPFÆRT síminn er kominn í mínar hendur, fullt af fólki og löggum (þær eru reyndar líka fólk :) ) sem hjálpaði til við leitina. Þakka öllum sem hjálpuðu***“

Konur óttast almennt að fara um miðborgina eftir að skyggja tekur og hefur Vísir fjallað ítarlega um það.

Hafði mjög óþægilega tilfinningu fyrir manninum

Hafrún var á skemmtistað um helgina með vinkonum sínum þegar maður kemur upp að henni og er með „dólgsstæla“ en Hafrúnu tókst að losa sig við manninn með hjálp vinkvenna sinna.

„Þegar ég ákveð svo að fara heim á undan stelpunum tek ég eftir því að hann labbar á eftir mér og að hurðinni. Ég segi við dyravörðinn að ég sé með óþægilega tilfinningu fyrir þessum gaur og bið um að fá að bíða hjá þeim þar til hann er farin út og úr augsýn. Dyravörðurinn var almennilegur en brosti nú samt að mér og sagði mér bara að lemja gaurinn ef hann yrði með einhverja stæla.“

Hafrún gekk niður Laugaveginn en stuttu síðar var þessi maður aftur kominn, upp við hlið hennar og er ógnandi.

„Mjög stuttu síðar er þessi sami maður komin við hliðina á mér, aftur með dólgslæti, tekur í upphandlegginn á mér, togar mig til sín og segir eitthvað. Þetta endar með því að ég hrindi honum frá mér og segi honum að drulla sér. Held áfram að labba en fatta nánast um leið að gaurnum hefur tekist að fara ofan í vasann minn og stela Iphone plus símanum mínum.“

Svartur strákur í skræpóttri dúnúlpu

Hafrún setti sig í samband við lögregluna sem gat lítið gert. Þegar Hafrún lýsti eftir síma sínum var hún vondauf um að hann kæmi í leitirnar.

„Ég veit það er langsótt að ég fái símann aftur en ég held í vonina. Það er svo mikið af gögnum í honum sem gagnast bara mér. Ef einhver verður var við það að svartur strákur á aldrinum c.a. 20 - 30 ára, grannur sirka 175 cm á hæð sé að reyna að selja Iphone 6 plus má gera mér viðvart. Hann var í dúnúlpu sem var ljósblá og skræpótt.“

En, nú er síminn sem sagt kominn í leitirnar. Hafrún segir, í samtali við Vísi, að dóttir samstarfsfélaga hennar hafi fundið hann við þann stað þar sem maðurinn var að atast í henni upphaflega.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×