Enski boltinn

Strákarnir hans Stóra Sam skutu Skytturnar í kaf

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Andros Townsend fagnar marki sínu.
Andros Townsend fagnar marki sínu. vísir/getty
Arsenal fékk 3-0 skell þegar liðið heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Vonir Wengers og strákana hans um að komast í Meistaradeildina 20. árið í röð virðast minnka með hverjum leiknum.

Andros Townsend skoraði fyrsta markið á 17. mínútu og Yohan Cabaye tvöfaldaði forskotið á 63. mínútu í síðari hálfleik.

Emilano Martínez, sem stóð vaktina í marki Arsenal, gaf svo vítaspyrnu á 67. mínútu sem Serbinn Luka Milivojevic skoraði úr af miklu öryggi og 3-0 lokatölur leiksins.

Arsenal er nú aðeins búið að vinna einn af síðustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og safna fjórum stigum af fimmtán mögulegum. Liðið er í sjötta sæti með 54 stig, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti en á leik til góða á Manchester City.

Crystal Palace fór langt með að bjarga sér frá falli með þessum flotta sigri en liðið er nú með 24 stig í 16. sæti, sex stigum frá fallsvæðinu og á leik til góða á næstu lið.

Palace-liðið er á miklum skriði þessar vikurnar en liðið er búið að vinna fimm af síðustu sex leikjum sínum í úrvalsdeildinni undir stjórn Stóra Sam Allardyce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×