Enski boltinn

Wenger: Þetta er áhyggjuefni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger er einmanna þessa dagana.
Arsene Wenger er einmanna þessa dagana. vísir/getty
„Við töpuðum of mikið af návígum og fengum að gjalda þess. Það er engin augljós ástæða fyrir því hvað gerðist. Við undirbjuggum okkur vel fyrir leikinn. Það er erfitt að útskýra hvað gerðist.“

Þetta sagði afar svekktur og pirraður knattspyrnustjóri Arsenal, Arsene Wenger, í viðtali við BBC eftir 3-0 skellinn sem liðið fékk á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Strákarnir mínir vildu vinna þennan leik en við töpuðum of mikið af návígum á mikilvægum stundum. Þessi úrslit hafa áhrif á möguleika okkar að ná einu af fjórum efstu sætunum.“

Wenger er langt frá því að vera vinsælasti maðurinn hjá stuðningsmönnum Arsenal þessar vikurnar en liðið er aðeins búið að safna fjórum stigum af síðustu fimmtán mögulegum.

„Maður skilur alveg að stuðningsmennirnir eru óánægðir. Þeir fylgdu okkur hingað í þeirri von að við myndum vinna leikinn,“ sagði Wenger.

„Hvert tap er áhyggjuefni. Ég er búinn að stýra Arsenal í 1.100 leikjum  og við erum ekki vanir því að tapa svona oft. Þetta er áhyggjuefni,“ sagði Arsene Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×