Enski boltinn

Adebayor ekki dauður úr öllum æðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emmanuel Adebayor.
Emmanuel Adebayor. Vísir/Getty
Emmanuel Adebayor var á sínum tíma einn heitasti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni en Tógómaðurinn endaði feril sinn í Englandi upp í stúku. Nú hefur hann fundið sér stað til að blómstra á ný.

Kappinn á fullt eftir og það hefur hann sýnt í tyrknesku deildinni á nýju ári.

Emmanuel Adebayor skoraði þrennu fyrir Istanbul Basaksehir í 4-0 sigri á Galatasaray í tyrknesku deildinni í gær.

Adebayor skoraði tvisvar í fyrri hálfleiknum og innsiglaði síðan þrennuna með skallamarki á 57. mínútu.

Adebayor kom til Istanbul Basaksehir á frjálsri sölu í janúar og hefur nú skorað fimm mörk í fimm leikjum með liðinu sem er í toppbaráttu tyrknesku deildarinnar.

Emmanuel Adebayor hélt upp á 33 ára afmælið sitt í febrúar en skoraði 1 mark í 12 leikjum með Crystal Palace á síðasta tímabili en var þar áður í herbúðum Tottenham.

Hans besta tímabil var 2007-08 með Arsenal þegar hann skoraði 24 deildarmörk í 36 leikjum.

Eftir þennan flotta sigur þá er Istanbul Basaksehir fimm stigum á eftir toppliði Besiktas þegar sjö leikir eru eftir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×