Enski boltinn

Alli einn besti unglingur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hættulegustu unglingarnir í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Hættulegustu unglingarnir í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
Dele Alli, leikmaður Tottenham, fagnar 21 árs afmæli sínu í dag, 11. apríl.

Þrátt fyrir að hafa bara spilað 63 leiki í ensku úrvalsdeildinni hefur Alli komið með beinum hætti að 40 mörkum. Alli hefur skorað 26 mörk í ensku úrvalsdeildinni og gefið 14 stoðsendingar.

Aðeins fimm leikmenn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hafa komið að fleiri mörkum fyrir 21 árs afmælið sitt, samkvæmt úttekt Telegraph.

Alli er fyrir ofan ekki ómerkari menn en Cristiano Ronaldo, Robbie Keane, Nicolas Anelka, Jermain Defoe og Ryan Giggs.

Tveir fyrrum leikmenn Liverpool eru á toppi listans. Þetta eru þeir Robbie Fowler og Michael Owen.

Fowler var búinn að skora 64 mörk og gefa 12 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni áður en hann varð 21 árs. Owen, sem fylgdi í fótspor Fowlers hjá Liverpool, skoraði 55 mörk og gaf 18 stoðsendingar áður en hann fagnaði 21 árs afmælinu.

Wayne Rooney er þriðji á listanum, Cesc Fábregas fjórði og Romelu Lukaku fimmti.

Hættulegustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar fyrir 21 árs afmælið:

1. Robbie Fowler (Liverpool) - 64 mörk+12 stoðsendingar

2. Michael owen (Liverpool) - 55 mörk+18 stoðs.

3. Wayne Rooney (Everton, Man Utd) - 44 mörk+22 stoðs.

4. Cesc Fábregas (Arsenal) - 14 mörk+38 stoðs.

5. Romelu Lukaku (Chelsea, West Brom) - 32 mörk+11 stoðs.

6. Dele Alli (Tottenham) - 26 mörk+14 stoðs.

7. Ryan Giggs (Man Utd) - 23 mörk+16 stoðs.

8. Emile Heskey (Leicester) - 26 mörk+13 stoðs.

9. Raheem Sterling (Liverpool, Man City) - 22 mörk+16 stoðs.

10. Chris Sutton (Norwich) - 29 mörk+9 stoðs.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×