Enski boltinn

Líkurnar aukast á að Sanchez fari til City

Anton Ingi Leifsson skrifar
Færir Sanchez sig um set í sumar?
Færir Sanchez sig um set í sumar? vísir/getty
Líkurnar á að Alexis Sanchez, framherji Arsenal, færi sig frá Arsenal yfir til Manchester City eru að aukast. Þetta herma heimildir Sky Sports fréttastofunar.

Sky Sports greinir frá því að áhugi City á Sanchez hafi aukist verulega undanfarna mánuði, en Sanchez á 14 mánuði eftir af samningnum sínum við Arsenal.

Fyrr í þessari viku greindu fjölmiðlar í Síle frá því að Sanchez hafi nú þegar ákveðið að fara til City og að félögin væri nærri því að ganga frá samningum.

Þeir segja að City borgi 50 milljónir punda fyrir Sanchez og að launin hans verði í kringum 200 þúsund pund á viku, en Sanchez hefur verið sagður ósáttur með launin sín hjá Arsenal.

Sanchez spilaði undir stjórn Pep Guardiola hjá Barcelona, en þessi 28 ára gamli framherji er sagður vera ósáttur í London.

Arsenal tapaði fyrir Crystal Palace á mánudag, en margir kalla eftir því að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, víki eftir tímabilið. Hvað Sanchez varðar þá ætti það að skýrast á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×