Handbolti

Umfjöllun: Selfoss - Afturelding 31-33 | Mosfellingar í undanúrslit þriðja árið í röð

Sindri Freyr Ágústsson skrifar
Ernir Hrafn skoraði 12 mörk í kvöld.
Ernir Hrafn skoraði 12 mörk í kvöld. vísir/anton
Afturelding er komið í undanúrslit Olís-deildar karla þriðja árið í röð eftir sigur á Selfossi, 31-33, í algjörum spennutrylli í Vallaskóla í kvöld.

Leikurinn var jafn allan leikinn og var munurinn aldrei meiri en 5 mörk. Selfyssingar náðu 5 marka forskoti þegar 23 mínútur var búnar af leiknum en það dugði ekki lengi því Afturelding voru búnir að minnka muninn í aðeins 2 mörk í hálfleik, staðan 12-10 fyrir heimamönnum.

Í seinni hálfleik hélt leikurinn áfram að vera jafn, liðin voru að skiptast á að skora. Leikurinn var það jafn í seinni hálfleik að það endaði með því að liðin voru jöfn eftir venjulegan leiktíma, 27-27.

Þá hófst framlenging og eftir fyrstu 5 mínútunar þar var staðan en jöfn en gestinir úr Mosfellsbæ náði að klára þetta í lokin. Frábær sigur hjá þeim sem þýðir það að þeir eru komnir í undanúrslit þriðja árið í röð en tap heimamanna þýðir það að þeir fengu aðeins að spila tvö leiki í sínu fyrsta skipti í 21 ár í úrslitkeppnini, virkilega leiðilegt fyrir þá.

Aftureldingar liðið sýnda að þeir séu frábært lið og það verður áhugavert að fylgjast með þeim í undanúrslitunum. Ernir Hrafn Arnarson var algjörlega frábær í kvöld og náði hann að skora 12 mörk fyrir gestina, yfirburða markahæstur en næst markahæstu menn Aftureldingar voru þeir Árni Bragi Eyjólfsson, Kristinn Hrannar Bjarkason og Mikk Pinnonen allir með 4 mörk. Ernir Hrafn er leikmaður sem verður gaman að fylgjast með í úrslitakeppnini, hann var með 19 mörk í þessum 2 leikjum á móti Selfyssingum.

Lið heimamanna frá Selfossi sýndu það í kvöld að þeir eru gott lið sem á séns að vinna öll lið í þessari deild. Þeir leiddu nánast allan leikinn og sýndu flottann karakter. Þetta Selfoss lið er virkilega efnilegt lið sem ætlar sér eflaust stóra hluti á næstu árum.

Einar Sverisson sýndi í kvöld sýnar bestu hliðar bæði í vörn og sókn, var að verjast mjög vel og náði að skora 9 mörk. Þeir ungu og efnilegu leikmenn Selfyssinga, Elvar Örn Jónsson, Teitur Örn Einarsson og Hergeir Grímsson áttu allir flottan leik. Teitur skoraði 8 mörk, Elvar skoraði 7 mörk og Hergeir náði að skora 5 mörk.

Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×