Handbolti

Góður dagur hjá Íslendingaliðunum í Frakklandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Geir var næstmarkahæstur í liði Cesson Rennes.
Geir var næstmarkahæstur í liði Cesson Rennes. vísir/getty
Geir Guðmundsson skoraði fimm mörk og var næstmarkahæstur í liði Cesson Rennes sem vann nauman sigur á Dunkerque, 23-22, í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Þetta var annar sigur Cesson Rennes í síðustu þremur leikjum. Liðið er í 11. sæti deildarinnar. Guðmundur Hólmar Helgason er enn frá vegna meiðsla hjá Cesson Rennes.

Íslendingaliðið Nimes átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Sélestat að velli, 31-20.

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir Nimes og Ásgeir Örn Hallgrímsson tvö.

Þetta var fjórði sigur Nimes í síðustu fimm leikjum. Liðið er í 5. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×