Enski boltinn

Lukaku og Kane geta unnið tvöfalt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lukaku er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni.
Lukaku er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Romelu Lukaku og Harry Kane koma bæði til greina sem besti leikmaður og besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Lukaku og Kane eru tilnefndir sem leikmaður ársins ásamt Zlatan Ibrahimovic, Alexis Sánchez, Eden Hazard og N'Golo Kanté.

Kane og Kanté voru einnig tilnefndir til þessara verðlauna í fyrra. Þá féllu þau í skaut Riyads Mahrez, leikmanns Leicester City.

Auk Kanes og Lukakus eru Michael Keane, Jordan Pickford, Leroy Sané og Dele Alli tilnefndir sem besti ungi leikmaðurinn. Alli fékk þessi verðlaun í fyrra og verður að teljast líklegur til að fá þau aftur í ár.

Tilkynnt verður um sigurvegarana 23. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×