Sport

Stuðningsmenn Seattle alveg vitlausir í grillaðar engisprettur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Samsett/Getty
Íþróttaleikvangar í Bandaríkjunum bjóða oft upp á skyndibitarétti sem þú vinnur hvergi annarsstaðar og hafnarboltafélögin eru mörg í sérflokki í því að bjóða stuðningsfólki sínu upp á eitthvað skemmtilegt til að borða.

Á hverju áru eru mörg félaganna líka óhrædd við að prófa eitthvað nýtt á matseðlinum og tímabilið í hafnarboltanum, sem er nýfarið af stað, er þar engin undantekning.

Margir réttanna slá í gegn og það gerði óvenjulegur og sérstakur réttur sem var boðið upp á fyrir gesti á leikjum hafnarboltaliðsins Seattle Mariners á Safeco Field.

Menn á Safeco Field ákváðu að bjóða gestum sínum upp á grillaðar engisprettur og viðbrögðin létu ekki á sér standa.

Alls seldu menn 18 þúsund grillaðar engisprettur á fyrstu þremur heimaleikjum Seattle Mariners og þurftu að kalla eftir neyðarbirgðum til að anna eftirspurninni.

Engispretturnar eru kryddaðar með chílepipar-lime salti og eru stökkar og bragðmiklar. Þeir sem þorðu að prufa þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×