Lífið

Survivor-keppandi hrakinn út úr skápnum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Zeke Smith er keppandi í 34. seríu raunveruleikaþáttanna Survivor: Game Changers. Tökur fóru fram á Fiji-eyjum.
Zeke Smith er keppandi í 34. seríu raunveruleikaþáttanna Survivor: Game Changers. Tökur fóru fram á Fiji-eyjum. Vísir/Getty
Keppandi í nýjustu þáttaröð Survivor var nýlega hrakinn út úr skápnum af meðspilara sínum í leiknum.

Zeke Smith er keppandi í bandarísku raunveraleikaþáttunum Survivor: Game Changers. Hann er einnig transmaður. Jeff Varner, annar keppandi í þáttunum, leysti frá skjóðunni í óþökk Smith en hann hafði ekki í hyggju að gera þennan hluta af lífi sínu opinberan í þættinum.

„Það er verið að blekkja okkur,“ sagði Varner við kynni þáttanna og liðsfélaga sína. Hann sneri sér að því búnu að Smith og spurði: „Af hverju hefurðu ekki sagt neinum að þú sért trans?“ 

Aðrir keppendur voru fljótir að koma Smith til varnar en Varner, sem sjálfur er samkynhneigður, hefur beðist afsökunar á Twitter-síðu sinni.

„Ég held að hann hafi gert þetta í von um að aðrir myndu halda að það væri kolrangt að vera trans,“ sagði Smith. „Mér finnst mikilvægt að fólk sjái að hann tapaði þessum slag. Skilaboðin ættu að vera skýr: hatrið tapar alltaf.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×