Golf

Valdís Þóra lauk leik á níu höggum yfir pari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valdís Þóra hefur nú keppt á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í golfi.
Valdís Þóra hefur nú keppt á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í golfi. Mynd/LET/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir lék fjórða og síðasta hringinn á Lalla Meryem mótinu í golfi í Marokkó á fimm höggum yfir pari. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Valdís Þóra lauk því leik á samtals níu höggum yfir pari. Hún fékk einn fugl, fjóra skolla, einn tvöfaldan skolla og 12 pör á hringnum í dag.

Valdís Þóra er sem stendur í 51. sæti en aðeins nokkrir kylfingar eru búnir að klára hringinn.

Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurðinn og var í 26.-35. sæti eftir þriðja hringinn. Hún náði sér hins vegar ekki jafn vel á strik í dag.

Þetta var annað mót Valdísar Þóru á Evrópumótaröðinni í ár en hún endaði í 51. sæti á Oates Victorian-mótinu í Ástralíu.


Tengdar fréttir

Valdís Þóra lék á einu yfir pari í dag

Valdís Þóra Jónsdóttir lék þriðja hringinn á Lalla Meryem mótinu í golfi sem fer fram í Marokkó á einu höggi yfir pari. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurðinn

Valdís Þóra Jónsdóttir komst í gegnum niðurskurðinn á Lalla Meryem mótinu í golfi sem fer fram í Marokkó. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.
Fleiri fréttir

Sjá meira