Enski boltinn

Mourinho: Ekkert sætara að vinna Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mourinho var brattur er hann gekk af velli.
Mourinho var brattur er hann gekk af velli. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var að vonum ánægður með sigurinn á Chelsea í dag.

United vann leikinn 2-0 með mörkum frá Marcus Rashford og Ander Herrera en sigurinn var afar sanngjarn.

„Chelsea er besta skyndisóknaliðið í deildinni en við höfðum stjórn á þeim,“ sagði Mourinho eftir leikinn.

Portúgalinn vildi ekki gera mikið úr því að hafa unnið sitt gamla félag sem hann gerði þrisvar sinnum að Englandsmeisturum.

„Ég er ánægður, ekki út af því að þetta er Chelsea, heldur vegna þess að við þurftum þessi þrjú stig,“ sagði Mourinho.

„Það er ekkert sætara að hafa unnið Chelsea. Við unnum toppliðið og það skiptir ekki máli hvort það er Chelsea eða eitthvað annað lið. Við unnum leikinn sannfærandi og það getur enginn efast um að við áttum það skilið,“ bætti Mourinho við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×