Körfubolti

Öruggt hjá Houston | Thomas stigahæstur þrátt fyrir systurmissinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harden var öflugur gegn sínum gömlu félögum.
Harden var öflugur gegn sínum gömlu félögum. vísir/getty

Houston Rockets rúllaði yfir Oklahoma City Thunder, 118-87, í fyrsta leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

James Harden var öflugur gegn sínum gömlu félögum. Hann var með 37 stig, sjö fráköst, níu stoðsendingar og þrjá stolna bolta fyrir Houston. Patrick Beverley skoraði 21 stig og tók 10 fráköst.

Russell Westbrook var að venju atkvæðamestur í liði Oklahoma. Westbrook var með 22 stig, 11 fráköst og sjö stoðsendingar en hitti illa. Andre Roberson kom næstur með 18 stig og sjö fráköst.

Chicago Bulls er komið í 1-0 gegn Boston Celtics eftir fjögurra stiga sigur, 102-106, í fyrsta leik liðanna í Boston.

Isiah Thomas, skærasta stjarna Boston, spilaði leikinn í gær þrátt fyrir að hafa misst systur sína í fyrradag. Thomas skoraði 33 stig, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Jimmy Butler fór fyrir Chicago-liðinu með 30 stigum og níu fráköstum. Bobby Portis átti öfluga innkomu af bekknum og skoraði 19 stig og tók níu fráköst.

NBA

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira