Körfubolti

Fyrsta leik Snæfells og Keflavíkur frestað | Úrslitatvíhöfði á morgun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fyrsti leikur Snæfells og Keflavíkur fer fram klukkan 20:00 á morgun.
Fyrsti leikur Snæfells og Keflavíkur fer fram klukkan 20:00 á morgun. vísir/daníel þór

Búið er að fresta fyrsta leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta vegna veðurs.

Leikurinn fer fram klukkan 20:00 á morgun.

Það verður því sannkallaður úrslitatvíhöfði á morgun því fyrsta leik KR og Grindavíkur í úrslitaeinvígi karla hefur verið flýtt um klukkutíma, til klukkan 18:15.

Domino's Körfuboltakvöld verður í Stykkishólmi og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport HD klukkan 18:00 og stendur til klukkan 22:30.
Fleiri fréttir

Sjá meira