Körfubolti

Fyrsta leik Snæfells og Keflavíkur frestað | Úrslitatvíhöfði á morgun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fyrsti leikur Snæfells og Keflavíkur fer fram klukkan 20:00 á morgun.
Fyrsti leikur Snæfells og Keflavíkur fer fram klukkan 20:00 á morgun. vísir/daníel þór

Búið er að fresta fyrsta leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta vegna veðurs.

Leikurinn fer fram klukkan 20:00 á morgun.

Það verður því sannkallaður úrslitatvíhöfði á morgun því fyrsta leik KR og Grindavíkur í úrslitaeinvígi karla hefur verið flýtt um klukkutíma, til klukkan 18:15.

Domino's Körfuboltakvöld verður í Stykkishólmi og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport HD klukkan 18:00 og stendur til klukkan 22:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira