Fótbolti

Aðeins eitt stig niðurstaðan hjá Íslendingaliðunum gegn nýliðunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elías Már hefur komið inn á sem varamaður í fyrstu þremur leikjum Göteborg í sænsku deildinni.
Elías Már hefur komið inn á sem varamaður í fyrstu þremur leikjum Göteborg í sænsku deildinni. vísir/getty
Elías Már Ómarsson lék síðustu 13 mínúturnar þegar IFK Göteborg gerði 1-1 jafntefli við nýliða Athletic Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Elías Már lagði upp mark í 0-2 sigri Göteborg á Sirius í síðustu umferð en byrjaði á bekknum í dag. Keflvíkingurinn var settur inn á þegar 13 mínútur voru til leiksloka en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn.

Göteborg er í 4. sæti deildarinnar með fimm stig eftir þrjár umferðir.

Guðmundur Þórarinsson og Jón Guðni Fjóluson komu báðir inn á sem varamenn þegar Norrköping tapaði 0-2 fyrir nýliðum Sirius á heimavelli.

Alfons Sampsted sat allan tímann á bekknum hjá Norrköping sem hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×