Innlent

Ók utan í aðra bíla á flóttanum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá handtökunni í Hafnarfirði. Lögreglan ók inn í hlið bílsins til þess að stöðva hann, en engan sakaði.
Frá handtökunni í Hafnarfirði. Lögreglan ók inn í hlið bílsins til þess að stöðva hann, en engan sakaði.
Mildi þykir að engan hafi sakað í dag þegar maður framdi vopnað rán í apóteki Garðabæjar og lagði í framhaldinu á flótta undan lögreglu. Maðurinn ruddist inn í apótekið vopnaður öxi, hótaði starfsfólki og komst undan með feng. Hann ók utan í nokkra bíla á flóttanum.

Apótekinu hefur verið lokað og starfsmenn fá áfallahjálp.vísir/stefán
„Upplýsingar lágu fyrir um bifreið sem ræninginn notaði til flóttans en lögreglan varð fljótt vör við bifreiðina og veitti eftirför. Var bifreiðinni ekið á miklum hraða í gegnum Garðabæ og inn í Hafnarfjörð, en meðal annars var bifreiðinni ekið utan í aðrar bifreiðar á flóttanum,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Aka hafi þurft utan í bíl hans til þess að stöðva hann.

„Eftirförinni lauk með því að lögreglan átti engra annarra kosta völ en að aka utan í ökutækið og stöðva för þess þannig. Er það mat Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að mikil mildi hafi orðið til þess að enginn skaði hlaust af hátterni mannsins.“

Starfsfólk apóteksins mun þiggja áfalla hjálp vegna málsins, sem er í rannsókn að sögn lögreglu.

Maðurinn ruddist inn í apótekið, vopnaður öxi.vísir/stefán

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×