Innlent

Mikið um ölvun í Leifsstöð um páskana

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mynd/Pjetur
Töluvert var um útköll hjá lögreglunni á Suðurnesjum um páskana vegna ölvunar flugfarþega í flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þrír karlmenn hafi ekki fengið að fara með flugi til Búdapest í Ungverjalandi þar sem þeir voru verulega ölvaðir. Þá þurfti að handtaka annan ferðalang þar sem hann lét mjög ófriðlega því hann fékk ekki að fara í flug til Berlínar vegna ástands síns.

Tveimur til viðbótar var síðan vísað frá flugi til Orlando vegna ölvunar og framkomu við áhafnarmeðlimi.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að leiði megi líkur að því að ölvunarástand hafi orðið meira en ella vegna tafa í flugi sem stöfuðu af óveðrinu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×