Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. Mörghundruð ferðamenn brjóta sér nú leið þangað í hverri viku, vaða yfir sumarbústaðalönd, og hafa áður fáfarnir skógarstígar breyst á skömmum tíma í allsherjar moldarsvað. Fjallað verður nánar um þetta og sýnt frá svæðinu í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Þá hittum við umhverfisráðherra, sem vill loka verksmiðju United Silicon í Helguvík og hitum upp fyrir Reykjavíkurskákmótið sem hefst á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×