Sport

Dæmdur í 80 leikja bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Starling Marte.
Starling Marte. vísir/getty
Bandaríska hafnaboltadeildin, MLB, er farin að taka hart á steranotkun og á því fékk Starling Marte, leikmaður Pittsburgh, að kenna.

Það er nefnilega búið að dæma Marte í 80 leikja bann fyrir steranotkun þannig að það er eitthvað í að hann spila aftur fyrir sjóræningjana frá Pittsburgh.

Steranotkun var mjög áberandi í deildinni en nú er það þannig að við fyrsta brot eru leikmenn dæmdir í 80 leikja bann. Við næsta brot eru það 162 leikir eða heilt tímabil. Brjóti leikmaður af sér í þriðja sinn er ballið búið og hann fer í lífstíðarbann.

Marte skrifaði undir samning við Pittsbrgh Pirates árið 2014 sem á að færa honum 3,4 milljarða króna í vasann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×