Handbolti

Kiel heldur áfram að tapa stigum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð og félagar hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur deildarleikjum sínum.
Alfreð og félagar hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur deildarleikjum sínum. vísir/getty

Marko Vujin tryggði Kiel jafntefli gegn Minden þegar hann jafnaði metin í 23-23 þremur sekúndum fyrir leikslok.

Lærisveinar Alfreðs, sem hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum, eru í 3. sæti deildarinnar með 43 stig, þremur stigum á eftir toppliði Flensburg.

Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í liði Bergischer sem tapaði 32-25 fyrir Flensburg. Með sigrinum fór Flensburg aftur á topp deildarinnar.

Arnór Þór skoraði sex mörk fyrir Bergischer sem er í 15. sæti deildarinnar með 15 stig, einu stigi frá fallsæti.

Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir Team Tvis Holstebro sem tapaði 25-26 fyrir Bjerringbro-Silkeborg í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn.

Egill Magnússon var ekki á meðal markaskorara hjá Holstebro sem er í 2. sæti síns riðils.
Fleiri fréttir

Sjá meira