Handbolti

Kiel heldur áfram að tapa stigum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð og félagar hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur deildarleikjum sínum.
Alfreð og félagar hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur deildarleikjum sínum. vísir/getty

Marko Vujin tryggði Kiel jafntefli gegn Minden þegar hann jafnaði metin í 23-23 þremur sekúndum fyrir leikslok.

Lærisveinar Alfreðs, sem hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum, eru í 3. sæti deildarinnar með 43 stig, þremur stigum á eftir toppliði Flensburg.

Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í liði Bergischer sem tapaði 32-25 fyrir Flensburg. Með sigrinum fór Flensburg aftur á topp deildarinnar.

Arnór Þór skoraði sex mörk fyrir Bergischer sem er í 15. sæti deildarinnar með 15 stig, einu stigi frá fallsæti.

Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir Team Tvis Holstebro sem tapaði 25-26 fyrir Bjerringbro-Silkeborg í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn.

Egill Magnússon var ekki á meðal markaskorara hjá Holstebro sem er í 2. sæti síns riðils.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira