Körfubolti

LeBron baðst afsökunar á að hafa öskrað á samherja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James átti frábæran leik gegn Indiana; skoraði 41 stig, tók 16 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.
James átti frábæran leik gegn Indiana; skoraði 41 stig, tók 16 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. vísir/getty
LeBron James bað liðsfélaga sinn, Tristan Thompson, afsökunar á að hafa öskrað á hann í leik Cleveland Cavaliers og Indiana Pacers í nótt.

Tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit í leiknum en Cleveland vann á endanum fimm stiga sigur, 135-130.

Paul George, aðalmaðurinn í liði Indiana, fór mikinn í leiknum og skoraði alls 43 stig. James var ekki sáttur við varnarleik Thompsons og lét hann heyra það er þeir gengu að varamannabekk Cleveland eftir að leikhlé var tekið.

James og Thompson var orðið heitt í hamsi og þeir héldu áfram að rífast á meðan leikhléinu stóð. Eftir leikinn baðst James afsökunar á framkomu sinni.

„Ég gekk of langt,“ sagði James. „Hann [Thompson] leggur hart að sér og er mikilvægur fyrir liðið. Þetta kom illa út í sjónvarpi.“

Thompson gerði lítið úr þessari uppákomu eftir leikinn.

„Við erum fjölskylda. Þetta var smá misskilningur. Við horfum fram á veginn og höldum áfram að styðja hvorn annan,“ sagði Thompson.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×