Körfubolti

Jón Arnór: Ég skildi ekki þessa línu hjá dómurunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. vísir/eyþór
„Þetta var bara hörkubarátta allan leikinn eins og þetta á að vera í úrslitakeppninni,“ segir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, en hann skoraði 14 stig, tók 4 fráköst og gaf fimm stoðsendingar í kvöld er KR tapaði gegn Keflavík.

„Það var mikil harka, þetta var skemmtilegur leikur og allt fyrir áhorfendur. Við vorum bara ekki að gera það sem við ætluðum að gera í síðari hálfleiknum. Við stjórnuðum hraðanum mun betur í þeim fyrri.“

Hann segir að hlutirnir hafi einfaldlega fallið með Keflvíkingum í kvöld og var ekki alveg sáttur við dómgæsluna.

„Ég var ekki alveg að skilja línuna hjá dómurunum í kvöld. Þetta er vissulega úrslitakeppni en við fengum ekki að spila svona fast að mínu mati. Ég sá ekki þessa línu sem dómararnir settu í kvöld. Við viljum alveg hafa hörku en við fengum bara ekki að gera það sama og þeir,“ segir Jón að lokum lofar að KR-ingar mæta dýrvitlausir til leiks á föstudagskvöldið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×