Enski boltinn

Guardiola: Conte er kannski sá besti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Conte og Pep Guardiola.
Antonio Conte og Pep Guardiola. Vísir/Getty
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, fékk hrós frá kollega sínum hjá Manchester City, Pep Guardiola, fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Pep Guardiola var spurður út í ítalska stjórann og þar viðurkenndi Spánverjinn að hann hafi lært mikið af liðum sem hafa spilað undir stjórn Antonio Conte.

Antonio Conte og Pep Guardiola eiga það sameiginleg að vera á sínu fyrsta tímabili í enska boltanum eftir að hafa náð flottum árangri á meginlandi Evrópu. Conte fagnaði 3-1 sigri í fyrri leik liðanna og Chelsea hefur náð í ellefu fleiri stig en City.

„Mín skoðun á kollega mínum Conte er að hann er frábær stjóri. Honum tókst að láta Ítala spila fallegan fótbolta, Juventus líka, í menningarheimi sem er svo varnarsinnaður,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi fyrir leikinn.  BBC segir frá.

„Hann er framúrskarandi stjóri. Ég læri mikið þegar ég sé lið hans spila, Juventus, Ítalíu og núna Chelsea. Ég vil gera það því þá sér maður hvað liðin vilja gera. Liðin hans stjórna mörgu í sínum leikjum,“ sagði Guardiola.

En hversu góður er Conte: „Kannski er hann sá besti,“ svaraði Guardiola.

Conte er að fara skila titli á fyrsta tímabili með Chelsea en Manchester City liðið hefur valdi vonbrigðum. Guardiola afsakaði árangur sinn með því að væntingarnar hafi bara verið of miklar.

„Ég átti að vinna þrefalt og breyta enska fótboltanum. Væntingarnar voru mjög miklar og þess vegna var ég aldrei að fara ná þeim. Ég get ekki náð árangri á þessum tímabili,“ sagði Guardiola.

Antonio Conte og Pep Guardiola.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×