Lífið

Sjáðu ótrúlega breytingu á manneskju sem fór í gegnum kynleiðréttingarferlið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúleg breyting.
Ótrúleg breyting.
Undanfarna áratugi hafa réttindi transfólks aukist til muna og er það orðið almennt viðurkennt að vera transmanneskkja í hinum vestræna heimi.

Vissulega er langt í land en staðan er töluvert betri í dag en hún var fyrir tuttugu árum.

Samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2011 eru um 1,4 milljónir manna trans í Bandaríkjunum.

Jaimie Wilson er trans sem starfar sem tónlistarmaður. Wilson er með um 160.000 fylgjendur á Instagram og hefur vakið mikla athygli fyrir þær myndir sem birtast á Instagram-inu.

Þar leyfði hann fylgjendum sínum að fylgjast með breytingunni þegar hann fór frá því líta út eins og kona yfir í það að líta út eins og karlmaður.

Breytingin er með ólíkindum og erfitt að ímynda sér að Wilson hafi einu sinni verið kona. Hann hefur núna farið í gegnum hormónameðferð sem og aðgerð og lítur ótrúlega vel.

„Þegar ég kom út þá neitaði fólk að trúa þessu því ég hafði verið svo kvenleg í öll þessi 18 ár,“ segir Wilson.

„Ástæðan fyrir því að ég vil sýna muninn á mér fyrir og eftir er að það skiptir aldrei máli hvernig manneskjan lítur út. Ef hún hefur kjarkinn til þess að segja að hún sé trans, samkynhneigð, tvíkynhneigð eða hvað sem er þá bið ég alla einfaldlega að trúa þeirri manneskju.“

Fjölskylda Wilson hefur afneitað honum.

„Ég sakna vissulega fjölskyldulífsins og foreldra minna. Það er leiðinlegt að foreldrar manns séu ekki lengur stoltir af manni. Ég sakna aftur á móti ekki að líða ömurlega með sjálfan mig og að líða illa í fötunum sem ég klæðist."

Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um það hversu mikil breyting hefur orðið á Wilson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×