Fótbolti

Sjáðu mörkin sem stelpurnar skoruðu í Slóvakíu | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/ernir
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta unnu sannfærandi 2-0 sigur á Slóvakíu í vináttulandsleik ytra í gær en þær mæta svo Hollandi á mánudaginn.

Elín Metta Jensen skoraði fyrra markið á 19. mínútu eftir frábæra sókn íslenska liðsins. Stelpurnar spiluðu boltanum frá eigin vítateig upp að endalínu þar sem Hallbera Gísladóttir renndi honum á Elínu Mettu sem skoraði af stuttu færi.

Tólf mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma skoraði Berglind Björk Þorvaldsdóttir svo sitt fyrsta landsliðsmark í 24. landsleiknum þegar hún skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá vinstri.

Berglind viðurkenndi eftir leik að hún felldi tár þegar boltinn lá í netinu enda þungu fargi af henni létt.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilanum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ekki mitt síðasta tækifæri

Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur ekki enn náð að skora fyrir íslenska landsliðið þrátt fyrir nokkur tækifæri í fjarveru Hörpu Þorsteinsdóttur. Eyjakonan lætur þetta samt ekkert á sig fá.

Markmiðin náðust í Slóvakíu

Mörk frá Elínu Mettu Jensen og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur tryggðu Íslandi sigur á Slóvakíu í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu. Jákvæðu punktarnir voru fleiri en þeir neikvæðu að mati landsliðsþjálfarans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×