Enski boltinn

„Gylfi Sigurðsson á skilið sæti í liði ársins“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora átta mörk og leggja upp ellefu.
Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora átta mörk og leggja upp ellefu. vísir/getty
„Gylfi Sigurðsson á skilið sæti í liði ársins.“

Þetta er fyrsta setningin í myndbandi sem Facebook-síðan Dream Team gerði um Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Dream Team er vinsæll hluti enska götublaðsins The Sun þar sem farið er aðeins yfir léttari hluti fótboltans.

Í myndbandinu er bent réttilega á það að Gylfi er búinn að spila frábærlega fyrir Swansea og er stoðsendingahæstur í úrvalseildinni. Kevin de Bruyne hjá Manchester City er reyndar búinn að ná honum.

Tekið er fram að Gylfi Þór er búinn að skora fleiri mörk í deildinni en Philippe Coutinho hjá Liverpool og Pedro hjá Chelsea. Þá hefur hann komið að fleiri mörkum en Dele Alli hjá Tottenham.

Ólíkt öðrum sem verða vafalítið í liði ársins er Gylfi Þór að spila fyrir lið sem berst við falldrauginn en samt sem áður er hann búinn að skora eða leggja upp ríflega helming allra marka liðsins.

„Gylfi Þór Sigurðsson á skilið sæti í liði ársins því hann hefur unnið fyrir því,“ segir í myndbandinu sem má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×