Bíó og sjónvarp

Snjór og Salóme forsýnd við mikinn fögnuð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fínasta mæting.
Fínasta mæting.
Í kvöld verður kvikmyndin Snjór og Salóme frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum en myndin er eftir sama teymi og gerði Webcam.

Sérstök hátíðarforsýningu var á miðvikudagskvöldið í Smárabíó og mættu allir þeir sem stóðu að kvikmyndinni, vinir og vandamenn.

Um er að ræða skemmtilega sögu um óvenjulegan ástarþríhyrning. Þau Salóme og Hrafn hafa átt í on/off-sambandi í fimmtán ár og leigt saman íbúð. Þegar Hrafn barnar aðra konu, Ríkeyju, og hún flytur inn breytist allt og Salóme þarf að endurmeta stöðu sína frá grunni.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, var mættur á svæðið og fangaði stemninguna sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×