Enski boltinn

Hvað gerir Liverpool án Mané? | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fjögur efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar verða öll á ferðinni í dag.

Tottenham ríður á vaðið þegar liðið tekur á móti Watford klukkan 11:30. Með sigri minnkar Spurs forskot toppliðs Chelsea niður í fjögur stig.

Liverpool, sem þarf að aðlagast lífinu án Sadios Mané, sækir Stoke City heim klukkan 14:00. Á sama tíma hefjast fjórir aðrir leikir.

Manchester City, sem hefur aðeins fengið eitt stig út úr síðustu tveimur leikjum, fær Hull City í heimsókn. Tígrarnir komust upp úr fallsæti með sigrinum á Middlesbrough á miðvikudaginn.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City eru komnir niður í fallsæti eftir aðeins eitt stig í síðustu fjórum leikjum. Swansea sækir West Ham United heim.

Middlesbrough er að renna út á tíma og þarf nauðsynlega á sigri að halda gegn Burnley sem á enn eftir að vinna leik á útivelli í vetur.

Þá mætast West Brom og Southampton á The Hawthornes.

Klukkan 16:30, í síðasta leik dagsins, eigast Bournemouth og Chelsea við á Vitaly vellinum. Bournemouth er taplaust í síðustu fimm leikjum sínum en verkefnið verður erfitt gegn toppliðinu.

Leikir dagsins:

11:30 Tottenham - Watford (beint á Stöð 2 Sport HD)

14:00 Stoke - Liverpool (beint á Stöð 2 Sport HD)

14:00 Man City - Hull (frumsýning kl. 16:15 á Stöð 2 Sport 4 HD)

14:00 West Ham - Swansea (frumsýning kl. 18:30 á Stöð 2 Sport HD)

14:00 Middlesbrough - Burnley (frumsýning kl. 18:30 á Stöð 2 Sport 3 HD)

14:00 West Brom - Southampton (frumsýning kl. 20:10 á Stöð 2 Sport HD)

16:30 Bournemouth - Chelsea (beint á Stöð 2 Sport HD)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×