Handbolti

Aron og félagar í úrslit eftir vítakastkeppni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron skoraði fimm mörk í leiknum og svo eitt í vítakastkeppninni.
Aron skoraði fimm mörk í leiknum og svo eitt í vítakastkeppninni. vísir/epa
Aron Pálmarsson og félagar í Veszprém eru komnir í úrslit SEHA-deildarinnar eftir sigur á Meshkov Brest frá Hvíta-Rússlandi eftir vítakastkeppni í kvöld.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 29-29 og þá var farið í vítakastkeppni. Þar skoraði Veszprém úr fjórum vítum en Meshkov aðeins úr tveimur. Aron skoraði úr sínu víti.

Veszprém mætir Vardar frá Makedóníu í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Vardar vann Zagreb í hinum undanúrslitaleiknum í dag, 36-28.

Veszprém hefur unnið SEHA-deildina, sem er eins konar Meistaradeild Austur-Evrópu, undanfarin tvö ár.

Aron skoraði fimm mörk í leiknum í kvöld og gaf tvær stoðsendingar. Hann var næstmarkahæstur í liði Veszprém á eftir Momir Ilic sem skoraði sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×