Ríkið lánar 4,7 milljarða króna vegna Vaðlaheiðarganga Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2017 08:26 Enn á eftir að bora um 200 metra af göngunum, en þau verða 7,2 kílómetrar í heildina. Vísir/Auðunn Ríkisstjórnin ákvað í gær að lána 4,7 milljarða króna vegna framkvæmda við gerð Vaðlaheiðarganga. Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun. Þetta kom fram í frétt RÚV í gær en minnisblað um framvindu verkefnisins var lagt fram á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar ákvað ríkisstjórnin að lána þá fjárhæð sem er talin nauðsynleg til að ljúka verkinu, en jafnframt að ráðist yrði í gerð úttektar á framkvæmdinni og hvað skýri þennan aukna kostnað. Í frétt RÚV er haft eftir Ágústi Torfa Haukssyni, stjórnarformanni Vaðlaheiðarganga, að upphæðin, 4,7 milljaðar, eigi að standa straum af þeim kostnaði sem þarf til að ljúka verkinu. Vaðlaheiðargöng liggja undir Vaðlaheiði við Eyjafjörð og eru um 7,2 kílómetrar í bergi milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Heildarlengdi vegskála er 280 metrar þannig að göngin eru samtals um 7,5 kílómetrar. Með göngunum mun vegalengdin milli Akureyrar og Húsavíkur styttast um sextán kílómetra. Enn á eftir að bora um 200 metra af göngunum, en þau verða 7,2 kílómetrar í heildina. Í minnisblaðinu kemur fram að samkvæmt nýjustu áætlunum muni framkvæmdum ljúka í árslok 2018, tveimur árum á eftir upphaflegri tímaáætlun. Hluthafar Vaðlaheiðarganga höfðu áður hafnað að útvega félaginu aukið hlutafé vegna þessa aukna kostnaðar. Fjármálaráðuneyti hafi metið stöðuna þannig að hagstæðast væri fyrir ríkið að verkinu ljúki og í framhaldinu yrði skoðað hvernig yrði best að hafa framtíðarfjármögnun. Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng farin 30% fram úr áætlun Kostnaður við Vaðlaheiðargöng er samkvæmt nýjustu tölum stjórnenda verkefnisins rúmir ellefu milljarðar króna á verðlagi í árslok 2011. Verkið er því komið allt að 30 prósentum fram úr áætlun. 22. febrúar 2017 08:00 Vaðlaheiðargöng opnuð haustið 2018 Svo gæti farið að gegnumslag Vaðlaheiðarganga verði ekki fyrr en í júlí á þessu ári og að opnun ganganna fyrir umferð frestist af þeim orsökum til haustsins 2018. 17. mars 2017 07:00 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað í gær að lána 4,7 milljarða króna vegna framkvæmda við gerð Vaðlaheiðarganga. Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun. Þetta kom fram í frétt RÚV í gær en minnisblað um framvindu verkefnisins var lagt fram á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar ákvað ríkisstjórnin að lána þá fjárhæð sem er talin nauðsynleg til að ljúka verkinu, en jafnframt að ráðist yrði í gerð úttektar á framkvæmdinni og hvað skýri þennan aukna kostnað. Í frétt RÚV er haft eftir Ágústi Torfa Haukssyni, stjórnarformanni Vaðlaheiðarganga, að upphæðin, 4,7 milljaðar, eigi að standa straum af þeim kostnaði sem þarf til að ljúka verkinu. Vaðlaheiðargöng liggja undir Vaðlaheiði við Eyjafjörð og eru um 7,2 kílómetrar í bergi milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Heildarlengdi vegskála er 280 metrar þannig að göngin eru samtals um 7,5 kílómetrar. Með göngunum mun vegalengdin milli Akureyrar og Húsavíkur styttast um sextán kílómetra. Enn á eftir að bora um 200 metra af göngunum, en þau verða 7,2 kílómetrar í heildina. Í minnisblaðinu kemur fram að samkvæmt nýjustu áætlunum muni framkvæmdum ljúka í árslok 2018, tveimur árum á eftir upphaflegri tímaáætlun. Hluthafar Vaðlaheiðarganga höfðu áður hafnað að útvega félaginu aukið hlutafé vegna þessa aukna kostnaðar. Fjármálaráðuneyti hafi metið stöðuna þannig að hagstæðast væri fyrir ríkið að verkinu ljúki og í framhaldinu yrði skoðað hvernig yrði best að hafa framtíðarfjármögnun.
Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng farin 30% fram úr áætlun Kostnaður við Vaðlaheiðargöng er samkvæmt nýjustu tölum stjórnenda verkefnisins rúmir ellefu milljarðar króna á verðlagi í árslok 2011. Verkið er því komið allt að 30 prósentum fram úr áætlun. 22. febrúar 2017 08:00 Vaðlaheiðargöng opnuð haustið 2018 Svo gæti farið að gegnumslag Vaðlaheiðarganga verði ekki fyrr en í júlí á þessu ári og að opnun ganganna fyrir umferð frestist af þeim orsökum til haustsins 2018. 17. mars 2017 07:00 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Vaðlaheiðargöng farin 30% fram úr áætlun Kostnaður við Vaðlaheiðargöng er samkvæmt nýjustu tölum stjórnenda verkefnisins rúmir ellefu milljarðar króna á verðlagi í árslok 2011. Verkið er því komið allt að 30 prósentum fram úr áætlun. 22. febrúar 2017 08:00
Vaðlaheiðargöng opnuð haustið 2018 Svo gæti farið að gegnumslag Vaðlaheiðarganga verði ekki fyrr en í júlí á þessu ári og að opnun ganganna fyrir umferð frestist af þeim orsökum til haustsins 2018. 17. mars 2017 07:00