Enski boltinn

Tottenham rústaði Watford og setti mikla pressu á Chelsea

Stefán Árni Pálsson skrifar
Son gerði tvö mörk fyrir Spurs.
Son gerði tvö mörk fyrir Spurs.
Tottenham valtaði yfir Watford, 4-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á White Hart Lane í London.

Sigurinn var aldrei í hættu hjá Spurs en staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Tottenham. Dele Alli og Eric Dier gerði sitt markið hvor í leiknum en Heung-Min Son skoraði tvö mörk fyrir heimamenn sem pressa stíft að Chelsea sem er í efsta sæti deildarinnar.

Tottenham er núna með 68 stig, fjórum stigum á eftir Chelsea sem á leik til góða á eftir. Þeir hvítu setja því mikla pressu á leikmenn Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×