Sport

Siggi Matt skeiðkóngur Meistaradeildar

Telma Tómasson skrifar

Hraði og adrenalín einkenndi keppni í flugskeiði á lokakvöldi Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum í Samskipahöllinni í gærkvöldi. Skeiðkappinn Sigurður V. Matthíasson tefldi fram hinum öskufljóta Létti frá Eiríksstöðum, fóru þeir brautina á 5.61 sekúndu og unnu þeir kappreiðarnar með 0.01 sekúndna mun. Minna gat það ekki verið.

Sigurður var að vonum kampkátur í Ferrari lukkupeysunni sinni þegar niðurstaðan lá fyrir.

Í öðru sæti varð Árni Björn Pálsson á Skykkju frá Breiðholti í Flóa sem fór á tímanum 5.62 sekúndu og í þriðja sæti varð Þórarinn Ragnarsson á Hákoni frá Sámsstöðum sem rann brautina 5.66 á sekúndum.

Sýnt var frá Meistaradeild Cintamani í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og má sjá valin augnablik frá lokakvöldinu á meðfylgjandi myndskeiði.

Tíu bestu tímarnir i flugskeiði í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum 2017 voru eftirfarandi (sýndur tími í sekúndum, fyrri sprettur og seinni sprettur):
1 Sigurður Vignir Matthíasson Léttir frá Eiríksstöðum 5.79 5.61
2 Árni Björn Pálsson Skykkja frá Breiðholti í Flóa 5.62 0.00
3 Þórarinn Ragnarsson Hákon frá Sámsstöðum 5.83 5.66
4 Guðmundur F. Björgvinsson Glúmur frá Þóroddsstöðum 5.67 0.00
5 Helga Una Björnsdóttir Besti frá Upphafi 0.00 5.71
6 Bergur Jónsson Segull frá Halldórsstöðum 5.80 5.72
7 Hans Þór Hilmarsson Assa frá Bjarnarhöfn 5.85 5.74
8 Ragnar Tómasson Isabel frá Forsæti 5.78 5.75
9 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu I 5.78 0.00
10 Teitur Árnason Ör frá Eyri Top Reiter 5.80 0.00

Niðurstöður A-úrslita í tölti voru eftirfarandi:
1 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum 8.83 
2 Jakob Svavar Sigurðsson Gloría frá Skúfslæk 8.78 
3 Guðmundur Friðrik Björgvinsson Straumur frá Feti 8.61 
4 Ásmundur Ernir Snorrason Spölur frá Njarðvík 8.39 
5 Árni Björn Pálsson Skíma frá Kvistum 8.28 
6 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.89

Einstaklingskeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017
1. Bergur Jónsson 45 stig
2. Árni Björn Pálsson 45 stig
3. Jakob S. Sigurðsson 43.5 stigAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira