Enski boltinn

Ekkert lið tapað oftar fyrir United en Sunderland

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag en í hádeginu tekur Sunderland á móti Manchester United.

Sunderland hefur tapað 22 sinnum fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni og hefur liðið ekki tapað oftar fyrir neinu öðru liði á Englandi.

Jermain Defoe hefur ekki náð að skora í sex síðustu leikjunum sínum gegn Man Utd. en hann verður líklega í framlínu Sunderland í dag.

Manchester United hefur ekki tapað á útivelli síðan 23. október þegar liðið steinlág fyrir Chelsea á Stamford Bridge.

Í hinum leiknum mætast Everton og Leicester og hefst sá leikur klukkan 15:00. Everton hefur núna unnið sex leiki í röð á Goodison Park og er það í fyrsta sinn síðan árið 2014. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×