Handbolti

Flensburg valtaði yfir Guðjón Val, Alexander og félaga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alexander átti fínan leik.
Alexander átti fínan leik. vísir/getty
Flensburg valtaði yfir Rhein-Neckar Löwen, 33-23, í undanúrslitum þýska bikarsins í handknattleik í dag en leikurinn fór fram í Hamburg.

Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson eru báðir leikmenn hjá Rhein-Neckar Löwen. Staðan í hálfleik var 18-16 fyrir Flensburg en það var aðeins eitt lið inni á vellinum í þeim síðari.

Rhein-Neckar Löwen skoraði aðeins sjö mörk í þeim síðari og Flensburg gekk einfaldlega frá þeim.

Rasmus Lauge skoraði átta mörk fyrir Flensburg í leiknum og var markahæstur. Alexander Petersson var með fimm mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen og markahæstur. Guðjón valur Sigurðsson skoraði tvö í leiknum.

Flensburg mætir því Kiel í úrslitaleiknum í Hamburg á morgun og þar verður Alfreð Gíslason í eldlínunni með sína menn í Kiel.


Tengdar fréttir

Alfreð kom sínum mönnum í úrslit bikarsins

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel eru komnir í úrslit þýska bikarsins eftir fínan sigur á Leipzig, 35-32, í undanúrslitaleiknum í dag en leikurinn fór fram í Hamborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×