Handbolti

Haukar tóku þriðja sætið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ramune skoraði sex mörk fyrir Hauka.
Ramune skoraði sex mörk fyrir Hauka. vísir/eyþór
Haukar unnu góðan sigur á Val, 26-16, í Olís-deild kvenna en leikurinn fór fram í Valsheimilinu.

Haukar voru mikið mun betri aðilinn í leiknum og var sigur þeirra lítið í hættu. Ramune Pekarskyte skoraði sex mörk í liði Hauka og var markahæst. Díana Satkauskaite var markahæst hjá Val einnig með sex mörk.

Grótta vann þægilegan sigur á ÍBV 32-23. Atkvæðamestar í liði Gróttu voru þær Laufey Ásta Guðmundsdóttir, Emma Havin Sardarsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir sem skoruðu allar fimm mörk.

Í liði ÍBV var það Sandra Erlingsdóttir sem var markahæst með átta mörk. Grótta líkur keppni í fjórða sætinu en Haukar hirða þriðja sætið.

Þá vann Selfoss Fylki 29-23 á Selfossi. Fram og Stjarnan eigast nú við í Olís-deildinni í leik um deildarmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×