Erlent

Annar meðlimur þjóðaröryggisráðsins látinn fjúka

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
K.T. McFarland
K.T. McFarland Vísir/EPA
K.T. McFarland einn af þjóðaröryggiráðgjöfum Donalds Trump bandaríkjaforseta, hefur verið beðin um að láta af setu sinni í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna. Henni hefur í staðinn verið boðin sendiherrastaða í Singapúr.

Einungis fjórir dagar eru síðan tilkynnt var að Steve Bannon myndi ekki lengur sitja í þjóðaröryggisráðinu. 

Gagnrýnendur Trump hafa áður sagt að pólitískir ráðgjafar eigi ekki heima í ráðinu sem ráðleggur forsetanum um þjóðaröryggismál.

Sérfræðingar vestanhafs telja að H.R. McMaster, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sé með þessum breytingum að endurskipuleggja þjóðaröryggisráðið sem fyrirrennari hans, Michael Flynn, stillti upp.

Michael Flynn sagði af sér í febrúar eftir aðeins þrjár vikur í embætti eftir að upp komst að hann hafði átt í talsverðum samskiptum við Rússa áður en Trump tók við embætti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×